Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   lau 11. september 2021 17:03
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Páll: Hann gat hæglega dæmt víti
Ragnar Sigurðsson vonandi klár gegn ÍA
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við spiluðum ágætis leik og fengum fín upphlaup sem við gátum skorað hæglega úr. Varnarleikurinn var alveg til fyrirmyndar og KA menn fengu nú ekki mörg færi á okkur, en þú þarft að spila svona í 90 mínútur plús, við gerðum það í 87 mínútur,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn KA í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

Á 9. mínútu vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar að Mark Gundelach hljóp niður Orra Hrafn Kjartansson innan teigs en Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Hvað hafði Rúnar að segja um atvikið?

„Já, mér finnst það alltaf vera pjúra víti en það var ekki þannig. Þannig að við þurfum ekki að svekkja okkur á því núna, en hann dæmdi ekki víti. Hann gat hæglega dæmt víti.''

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Fylkis, var ekki í leikmannahópi Fylkis í dag. Rúnar sagðist vona að hann yrði klár um næstu helgi.

„Ekki núna á miðvikudaginn (bikarleikur gegn Víkingi R.). Kannski næstu helgi gegn Skaganum og við sjáum bara hvernig setur. Hann er meiddur eins og staðan er í dag.''

Fylkir er í bullandi fallbaráttu og næsti deildarleikur er stórleikur á Skaganum þegar ÍA fær þá í heimsókn.

„Við eigum tvo leiki eftir í deildinni og það eru 6 stig. Við reynum að sækja þessi 6 stig, eigum Skagann núna eftir viku og síðan eigum við Val heima. Þannig að það er allt hægt í þessum fótbolta og við gefumst ekkert upp fyrr en flautað er til leiksloka,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner