Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   lau 11. september 2021 17:03
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Páll: Hann gat hæglega dæmt víti
Ragnar Sigurðsson vonandi klár gegn ÍA
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við spiluðum ágætis leik og fengum fín upphlaup sem við gátum skorað hæglega úr. Varnarleikurinn var alveg til fyrirmyndar og KA menn fengu nú ekki mörg færi á okkur, en þú þarft að spila svona í 90 mínútur plús, við gerðum það í 87 mínútur,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn KA í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

Á 9. mínútu vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar að Mark Gundelach hljóp niður Orra Hrafn Kjartansson innan teigs en Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Hvað hafði Rúnar að segja um atvikið?

„Já, mér finnst það alltaf vera pjúra víti en það var ekki þannig. Þannig að við þurfum ekki að svekkja okkur á því núna, en hann dæmdi ekki víti. Hann gat hæglega dæmt víti.''

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Fylkis, var ekki í leikmannahópi Fylkis í dag. Rúnar sagðist vona að hann yrði klár um næstu helgi.

„Ekki núna á miðvikudaginn (bikarleikur gegn Víkingi R.). Kannski næstu helgi gegn Skaganum og við sjáum bara hvernig setur. Hann er meiddur eins og staðan er í dag.''

Fylkir er í bullandi fallbaráttu og næsti deildarleikur er stórleikur á Skaganum þegar ÍA fær þá í heimsókn.

„Við eigum tvo leiki eftir í deildinni og það eru 6 stig. Við reynum að sækja þessi 6 stig, eigum Skagann núna eftir viku og síðan eigum við Val heima. Þannig að það er allt hægt í þessum fótbolta og við gefumst ekkert upp fyrr en flautað er til leiksloka,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner