Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 11. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn KR í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Alltaf vont að tapa og sérstaklega mörgum leikjum í röð. Það er það sem við erum að glíma við núna það er þessi taphrina og við erum að leggja mikla vinna í að snúa þessu. Bæði inn á æfingasvæði og líka fyrir utan völlinn. Það hefur ekki ennþá sýnt sig, því miður að við séum nógu öflugir til þess að breyta þessu í sigra. Við erum að gefa mikið af mörkum og það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur og sækja sigra."

Stjarnan hefur núna tapað 5 leikjum í röð en voru virkilega sterkir í fyrri hluta mótsins, hvað hefur þá breyst?

„Ég útskýri þetta mest kannski í hugarfari. Það er það sem fyrst og fremst kemur upp í huga hjá mér en auðvitað er margt sem þarf að íhuga í fótbolta og við þurfum að kíkja inn á við, bæði þjálfarateymið og stjórn og leikmenn að sjálfsögðu sem að eru inn á vellinum. Það hefur verið svolítið vöntun á góðri frammistöðu. Menn hafa verið að tala um að við séum með ungt lið og jú við erum alveg með ungt lið en það er samt engin afsökun."

Stjarnan fær á sig 2 mörk snemma í leiknum. Ert þú þá ekkert vonsvikinn út í leikmenn að hafa ekki komið beittari inn í leikinn?

„Ég get ekki tekið út endilega leikmennina, ég verð bara að taka út allt teymið og við verðum líka að horfa inn á við í okkar störf og það sem við erum að gera. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis í þessum 5 leikjum sem við höfum tapað. Því leikurinn þar á undan var frábær frammistaða á móti Breiðablik þar sem við gerðum virkilega vel. Það er eins og við höfum orðið saddir þar en við þurfum að skoða þetta en fyrst og fremst er það núna þessi vika sem er framundan að undirbúa okkur virkilega vel á móti FH sem að kemur í heimsókn í Garðabæinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner