Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 11. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn KR í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Alltaf vont að tapa og sérstaklega mörgum leikjum í röð. Það er það sem við erum að glíma við núna það er þessi taphrina og við erum að leggja mikla vinna í að snúa þessu. Bæði inn á æfingasvæði og líka fyrir utan völlinn. Það hefur ekki ennþá sýnt sig, því miður að við séum nógu öflugir til þess að breyta þessu í sigra. Við erum að gefa mikið af mörkum og það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur og sækja sigra."

Stjarnan hefur núna tapað 5 leikjum í röð en voru virkilega sterkir í fyrri hluta mótsins, hvað hefur þá breyst?

„Ég útskýri þetta mest kannski í hugarfari. Það er það sem fyrst og fremst kemur upp í huga hjá mér en auðvitað er margt sem þarf að íhuga í fótbolta og við þurfum að kíkja inn á við, bæði þjálfarateymið og stjórn og leikmenn að sjálfsögðu sem að eru inn á vellinum. Það hefur verið svolítið vöntun á góðri frammistöðu. Menn hafa verið að tala um að við séum með ungt lið og jú við erum alveg með ungt lið en það er samt engin afsökun."

Stjarnan fær á sig 2 mörk snemma í leiknum. Ert þú þá ekkert vonsvikinn út í leikmenn að hafa ekki komið beittari inn í leikinn?

„Ég get ekki tekið út endilega leikmennina, ég verð bara að taka út allt teymið og við verðum líka að horfa inn á við í okkar störf og það sem við erum að gera. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis í þessum 5 leikjum sem við höfum tapað. Því leikurinn þar á undan var frábær frammistaða á móti Breiðablik þar sem við gerðum virkilega vel. Það er eins og við höfum orðið saddir þar en við þurfum að skoða þetta en fyrst og fremst er það núna þessi vika sem er framundan að undirbúa okkur virkilega vel á móti FH sem að kemur í heimsókn í Garðabæinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner