Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 11. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn KR í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Alltaf vont að tapa og sérstaklega mörgum leikjum í röð. Það er það sem við erum að glíma við núna það er þessi taphrina og við erum að leggja mikla vinna í að snúa þessu. Bæði inn á æfingasvæði og líka fyrir utan völlinn. Það hefur ekki ennþá sýnt sig, því miður að við séum nógu öflugir til þess að breyta þessu í sigra. Við erum að gefa mikið af mörkum og það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur og sækja sigra."

Stjarnan hefur núna tapað 5 leikjum í röð en voru virkilega sterkir í fyrri hluta mótsins, hvað hefur þá breyst?

„Ég útskýri þetta mest kannski í hugarfari. Það er það sem fyrst og fremst kemur upp í huga hjá mér en auðvitað er margt sem þarf að íhuga í fótbolta og við þurfum að kíkja inn á við, bæði þjálfarateymið og stjórn og leikmenn að sjálfsögðu sem að eru inn á vellinum. Það hefur verið svolítið vöntun á góðri frammistöðu. Menn hafa verið að tala um að við séum með ungt lið og jú við erum alveg með ungt lið en það er samt engin afsökun."

Stjarnan fær á sig 2 mörk snemma í leiknum. Ert þú þá ekkert vonsvikinn út í leikmenn að hafa ekki komið beittari inn í leikinn?

„Ég get ekki tekið út endilega leikmennina, ég verð bara að taka út allt teymið og við verðum líka að horfa inn á við í okkar störf og það sem við erum að gera. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis í þessum 5 leikjum sem við höfum tapað. Því leikurinn þar á undan var frábær frammistaða á móti Breiðablik þar sem við gerðum virkilega vel. Það er eins og við höfum orðið saddir þar en við þurfum að skoða þetta en fyrst og fremst er það núna þessi vika sem er framundan að undirbúa okkur virkilega vel á móti FH sem að kemur í heimsókn í Garðabæinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner