Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 11. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn KR í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Alltaf vont að tapa og sérstaklega mörgum leikjum í röð. Það er það sem við erum að glíma við núna það er þessi taphrina og við erum að leggja mikla vinna í að snúa þessu. Bæði inn á æfingasvæði og líka fyrir utan völlinn. Það hefur ekki ennþá sýnt sig, því miður að við séum nógu öflugir til þess að breyta þessu í sigra. Við erum að gefa mikið af mörkum og það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur og sækja sigra."

Stjarnan hefur núna tapað 5 leikjum í röð en voru virkilega sterkir í fyrri hluta mótsins, hvað hefur þá breyst?

„Ég útskýri þetta mest kannski í hugarfari. Það er það sem fyrst og fremst kemur upp í huga hjá mér en auðvitað er margt sem þarf að íhuga í fótbolta og við þurfum að kíkja inn á við, bæði þjálfarateymið og stjórn og leikmenn að sjálfsögðu sem að eru inn á vellinum. Það hefur verið svolítið vöntun á góðri frammistöðu. Menn hafa verið að tala um að við séum með ungt lið og jú við erum alveg með ungt lið en það er samt engin afsökun."

Stjarnan fær á sig 2 mörk snemma í leiknum. Ert þú þá ekkert vonsvikinn út í leikmenn að hafa ekki komið beittari inn í leikinn?

„Ég get ekki tekið út endilega leikmennina, ég verð bara að taka út allt teymið og við verðum líka að horfa inn á við í okkar störf og það sem við erum að gera. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis í þessum 5 leikjum sem við höfum tapað. Því leikurinn þar á undan var frábær frammistaða á móti Breiðablik þar sem við gerðum virkilega vel. Það er eins og við höfum orðið saddir þar en við þurfum að skoða þetta en fyrst og fremst er það núna þessi vika sem er framundan að undirbúa okkur virkilega vel á móti FH sem að kemur í heimsókn í Garðabæinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner