Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 11. september 2022 17:06
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn KR í Vesturbænum í dag.


Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

„Alltaf vont að tapa og sérstaklega mörgum leikjum í röð. Það er það sem við erum að glíma við núna það er þessi taphrina og við erum að leggja mikla vinna í að snúa þessu. Bæði inn á æfingasvæði og líka fyrir utan völlinn. Það hefur ekki ennþá sýnt sig, því miður að við séum nógu öflugir til þess að breyta þessu í sigra. Við erum að gefa mikið af mörkum og það er auðvelt fyrir andstæðingana að sækja á okkur og sækja sigra."

Stjarnan hefur núna tapað 5 leikjum í röð en voru virkilega sterkir í fyrri hluta mótsins, hvað hefur þá breyst?

„Ég útskýri þetta mest kannski í hugarfari. Það er það sem fyrst og fremst kemur upp í huga hjá mér en auðvitað er margt sem þarf að íhuga í fótbolta og við þurfum að kíkja inn á við, bæði þjálfarateymið og stjórn og leikmenn að sjálfsögðu sem að eru inn á vellinum. Það hefur verið svolítið vöntun á góðri frammistöðu. Menn hafa verið að tala um að við séum með ungt lið og jú við erum alveg með ungt lið en það er samt engin afsökun."

Stjarnan fær á sig 2 mörk snemma í leiknum. Ert þú þá ekkert vonsvikinn út í leikmenn að hafa ekki komið beittari inn í leikinn?

„Ég get ekki tekið út endilega leikmennina, ég verð bara að taka út allt teymið og við verðum líka að horfa inn á við í okkar störf og það sem við erum að gera. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis í þessum 5 leikjum sem við höfum tapað. Því leikurinn þar á undan var frábær frammistaða á móti Breiðablik þar sem við gerðum virkilega vel. Það er eins og við höfum orðið saddir þar en við þurfum að skoða þetta en fyrst og fremst er það núna þessi vika sem er framundan að undirbúa okkur virkilega vel á móti FH sem að kemur í heimsókn í Garðabæinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner