Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 11. september 2022 17:11
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Verð vonandi mikilvægur í úrslitakeppninni
,,Topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið!''
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi. Ég held að Valur hafi tapað líka, þannig að þetta eru bara geggjuð úrslit,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, hetja KA manna, eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í dag. „Þetta er topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið! Þannig að bara frábær dagur - frábær spilamennska hjá liðinu.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Eins og fram hefur komið þá fór Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður KA, til Beerschot VA í Belgíu fyrir nokkrum dögum. Hallgrímur sagði að upplegg KA hefði ekkert breyst við brottför Nökkva.

„Það er bara sama upplegg. Ég fór bara í stöðuna hans Nökkva. Við vorum með þrjá á miðjunni núna, frábrugðið því sem að hefur verið í sumar en við þjöppum okkur bara saman og lifum alveg af án Nökkva þó að hann hafi verið frábær.''

Það hefur reynst afar dýrmætt fyrir KA að fá Hallgrím betur og betur í gang eftir því sem að liðið hefur á mótið. Hann var sjálfur óánægður með sig í upphafi þess.

„Ég var náttúrulega alveg hræðilegur, ég viðurkenni það! Ég held að ég hafi byrjað að æfa þremur vikum fyrir mót þannig að ég var ekki í neinu standi. Jújú, ég er búinn að vera að skora undanfarið eitthvað og með hverjum leiknum þá finnst mér ég vera aðeins frískari. Þannig að vonandi verð ég bara mikilvægur í úrslitakeppninni.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner