Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 11. september 2022 17:11
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Verð vonandi mikilvægur í úrslitakeppninni
,,Topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið!''
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi. Ég held að Valur hafi tapað líka, þannig að þetta eru bara geggjuð úrslit,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, hetja KA manna, eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í dag. „Þetta er topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið! Þannig að bara frábær dagur - frábær spilamennska hjá liðinu.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Eins og fram hefur komið þá fór Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður KA, til Beerschot VA í Belgíu fyrir nokkrum dögum. Hallgrímur sagði að upplegg KA hefði ekkert breyst við brottför Nökkva.

„Það er bara sama upplegg. Ég fór bara í stöðuna hans Nökkva. Við vorum með þrjá á miðjunni núna, frábrugðið því sem að hefur verið í sumar en við þjöppum okkur bara saman og lifum alveg af án Nökkva þó að hann hafi verið frábær.''

Það hefur reynst afar dýrmætt fyrir KA að fá Hallgrím betur og betur í gang eftir því sem að liðið hefur á mótið. Hann var sjálfur óánægður með sig í upphafi þess.

„Ég var náttúrulega alveg hræðilegur, ég viðurkenni það! Ég held að ég hafi byrjað að æfa þremur vikum fyrir mót þannig að ég var ekki í neinu standi. Jújú, ég er búinn að vera að skora undanfarið eitthvað og með hverjum leiknum þá finnst mér ég vera aðeins frískari. Þannig að vonandi verð ég bara mikilvægur í úrslitakeppninni.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner