Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 11. september 2022 17:11
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Verð vonandi mikilvægur í úrslitakeppninni
,,Topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið!''
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi. Ég held að Valur hafi tapað líka, þannig að þetta eru bara geggjuð úrslit,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, hetja KA manna, eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í dag. „Þetta er topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið! Þannig að bara frábær dagur - frábær spilamennska hjá liðinu.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Eins og fram hefur komið þá fór Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður KA, til Beerschot VA í Belgíu fyrir nokkrum dögum. Hallgrímur sagði að upplegg KA hefði ekkert breyst við brottför Nökkva.

„Það er bara sama upplegg. Ég fór bara í stöðuna hans Nökkva. Við vorum með þrjá á miðjunni núna, frábrugðið því sem að hefur verið í sumar en við þjöppum okkur bara saman og lifum alveg af án Nökkva þó að hann hafi verið frábær.''

Það hefur reynst afar dýrmætt fyrir KA að fá Hallgrím betur og betur í gang eftir því sem að liðið hefur á mótið. Hann var sjálfur óánægður með sig í upphafi þess.

„Ég var náttúrulega alveg hræðilegur, ég viðurkenni það! Ég held að ég hafi byrjað að æfa þremur vikum fyrir mót þannig að ég var ekki í neinu standi. Jújú, ég er búinn að vera að skora undanfarið eitthvað og með hverjum leiknum þá finnst mér ég vera aðeins frískari. Þannig að vonandi verð ég bara mikilvægur í úrslitakeppninni.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner