Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   sun 11. september 2022 17:11
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Verð vonandi mikilvægur í úrslitakeppninni
,,Topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið!''
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Hallgrími leið nokkurnveginn svona eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi. Ég held að Valur hafi tapað líka, þannig að þetta eru bara geggjuð úrslit,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, hetja KA manna, eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í dag. „Þetta er topp 6 lið, sem við getum víst ekki unnið! Þannig að bara frábær dagur - frábær spilamennska hjá liðinu.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Eins og fram hefur komið þá fór Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður KA, til Beerschot VA í Belgíu fyrir nokkrum dögum. Hallgrímur sagði að upplegg KA hefði ekkert breyst við brottför Nökkva.

„Það er bara sama upplegg. Ég fór bara í stöðuna hans Nökkva. Við vorum með þrjá á miðjunni núna, frábrugðið því sem að hefur verið í sumar en við þjöppum okkur bara saman og lifum alveg af án Nökkva þó að hann hafi verið frábær.''

Það hefur reynst afar dýrmætt fyrir KA að fá Hallgrím betur og betur í gang eftir því sem að liðið hefur á mótið. Hann var sjálfur óánægður með sig í upphafi þess.

„Ég var náttúrulega alveg hræðilegur, ég viðurkenni það! Ég held að ég hafi byrjað að æfa þremur vikum fyrir mót þannig að ég var ekki í neinu standi. Jújú, ég er búinn að vera að skora undanfarið eitthvað og með hverjum leiknum þá finnst mér ég vera aðeins frískari. Þannig að vonandi verð ég bara mikilvægur í úrslitakeppninni.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner