Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 11. september 2022 16:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hemmi Hreiðars: Vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að hafa ekki náð að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum.

„Aðeins svekktir að hafa ekki skorað svolítið af mörkum í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af færum og vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik, það er engin spurning. Þar voru sénsarnir okkar og svo var þetta svona aðeins meira barátta og slagur í seinni hálfleik. Það var sterkt að jafna og sýndi karakter, það var einhver þreyta í okkur en fyrri hálfleikur var mjög öflugur og eins og ég segi, við fengum alveg nóg af færum til að vera búnir að ganga frá leiknum," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV strax að leik loknum.

ÍBV fékk urmul af hornspyrnum og aukaspyrnum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér það. Hvað var það sem vantaði upp á?

„Setja hann í netið. Það var bara það, ég meina eins og þú sást þá vörðu þeir á línu og þetta var svona allsskonar. Við áttum fullt af skotum og sköllum og ég veit ekki hvað og hvað, þannig að það er svekkjandi að fara ekki inn í hálfleikinn með svona sanngjarna forystu."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

ÍBV liðið kom tvisvar til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Hemmi er ánægður með karakterinn í liðinu.

„Já karakterinn í liðinu er geggjaður og í klefanum, það er búið að vera allt tímabilið, við hættum aldrei. Þannig að það breytist ekki og maður er gríðarlega ánægður með það, en vissulega er maður aðeins svekktur að hafa ekki náð í þrjú stigin því það var kjörið tækifæri hérna eins og ég segi, því við spiluðum það vel í fyrri hálfleik."

ÍBV mætir Breiðablik í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Framhaldið leggst vel í Hemma.

„Bara geggjað, frábærlega. Við erum á ágætis róli og það er búið að vera ofboðslegur kraftur í þessu og við erum að fá nóg að færum og þetta eru skemmtilegir leikir. Blikarnir eru bestir og efstir þannig það er alltaf gott að skemmtilegt að testa sig á móti þessum bestu," sagði Hemmi að lokum.


Athugasemdir
banner