Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 11. september 2022 16:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hemmi Hreiðars: Vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að hafa ekki náð að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum.

„Aðeins svekktir að hafa ekki skorað svolítið af mörkum í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af færum og vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik, það er engin spurning. Þar voru sénsarnir okkar og svo var þetta svona aðeins meira barátta og slagur í seinni hálfleik. Það var sterkt að jafna og sýndi karakter, það var einhver þreyta í okkur en fyrri hálfleikur var mjög öflugur og eins og ég segi, við fengum alveg nóg af færum til að vera búnir að ganga frá leiknum," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV strax að leik loknum.

ÍBV fékk urmul af hornspyrnum og aukaspyrnum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér það. Hvað var það sem vantaði upp á?

„Setja hann í netið. Það var bara það, ég meina eins og þú sást þá vörðu þeir á línu og þetta var svona allsskonar. Við áttum fullt af skotum og sköllum og ég veit ekki hvað og hvað, þannig að það er svekkjandi að fara ekki inn í hálfleikinn með svona sanngjarna forystu."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

ÍBV liðið kom tvisvar til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Hemmi er ánægður með karakterinn í liðinu.

„Já karakterinn í liðinu er geggjaður og í klefanum, það er búið að vera allt tímabilið, við hættum aldrei. Þannig að það breytist ekki og maður er gríðarlega ánægður með það, en vissulega er maður aðeins svekktur að hafa ekki náð í þrjú stigin því það var kjörið tækifæri hérna eins og ég segi, því við spiluðum það vel í fyrri hálfleik."

ÍBV mætir Breiðablik í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Framhaldið leggst vel í Hemma.

„Bara geggjað, frábærlega. Við erum á ágætis róli og það er búið að vera ofboðslegur kraftur í þessu og við erum að fá nóg að færum og þetta eru skemmtilegir leikir. Blikarnir eru bestir og efstir þannig það er alltaf gott að skemmtilegt að testa sig á móti þessum bestu," sagði Hemmi að lokum.


Athugasemdir
banner