Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   sun 11. september 2022 16:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hemmi Hreiðars: Vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að hafa ekki náð að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum.

„Aðeins svekktir að hafa ekki skorað svolítið af mörkum í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af færum og vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik, það er engin spurning. Þar voru sénsarnir okkar og svo var þetta svona aðeins meira barátta og slagur í seinni hálfleik. Það var sterkt að jafna og sýndi karakter, það var einhver þreyta í okkur en fyrri hálfleikur var mjög öflugur og eins og ég segi, við fengum alveg nóg af færum til að vera búnir að ganga frá leiknum," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV strax að leik loknum.

ÍBV fékk urmul af hornspyrnum og aukaspyrnum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér það. Hvað var það sem vantaði upp á?

„Setja hann í netið. Það var bara það, ég meina eins og þú sást þá vörðu þeir á línu og þetta var svona allsskonar. Við áttum fullt af skotum og sköllum og ég veit ekki hvað og hvað, þannig að það er svekkjandi að fara ekki inn í hálfleikinn með svona sanngjarna forystu."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

ÍBV liðið kom tvisvar til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Hemmi er ánægður með karakterinn í liðinu.

„Já karakterinn í liðinu er geggjaður og í klefanum, það er búið að vera allt tímabilið, við hættum aldrei. Þannig að það breytist ekki og maður er gríðarlega ánægður með það, en vissulega er maður aðeins svekktur að hafa ekki náð í þrjú stigin því það var kjörið tækifæri hérna eins og ég segi, því við spiluðum það vel í fyrri hálfleik."

ÍBV mætir Breiðablik í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Framhaldið leggst vel í Hemma.

„Bara geggjað, frábærlega. Við erum á ágætis róli og það er búið að vera ofboðslegur kraftur í þessu og við erum að fá nóg að færum og þetta eru skemmtilegir leikir. Blikarnir eru bestir og efstir þannig það er alltaf gott að skemmtilegt að testa sig á móti þessum bestu," sagði Hemmi að lokum.


Athugasemdir
banner