Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 11. september 2022 16:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hemmi Hreiðars: Vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur að hafa ekki náð að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum.

„Aðeins svekktir að hafa ekki skorað svolítið af mörkum í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af færum og vorum töluvert sterkari í fyrri hálfleik, það er engin spurning. Þar voru sénsarnir okkar og svo var þetta svona aðeins meira barátta og slagur í seinni hálfleik. Það var sterkt að jafna og sýndi karakter, það var einhver þreyta í okkur en fyrri hálfleikur var mjög öflugur og eins og ég segi, við fengum alveg nóg af færum til að vera búnir að ganga frá leiknum," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV strax að leik loknum.

ÍBV fékk urmul af hornspyrnum og aukaspyrnum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér það. Hvað var það sem vantaði upp á?

„Setja hann í netið. Það var bara það, ég meina eins og þú sást þá vörðu þeir á línu og þetta var svona allsskonar. Við áttum fullt af skotum og sköllum og ég veit ekki hvað og hvað, þannig að það er svekkjandi að fara ekki inn í hálfleikinn með svona sanngjarna forystu."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

ÍBV liðið kom tvisvar til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. Hemmi er ánægður með karakterinn í liðinu.

„Já karakterinn í liðinu er geggjaður og í klefanum, það er búið að vera allt tímabilið, við hættum aldrei. Þannig að það breytist ekki og maður er gríðarlega ánægður með það, en vissulega er maður aðeins svekktur að hafa ekki náð í þrjú stigin því það var kjörið tækifæri hérna eins og ég segi, því við spiluðum það vel í fyrri hálfleik."

ÍBV mætir Breiðablik í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Framhaldið leggst vel í Hemma.

„Bara geggjað, frábærlega. Við erum á ágætis róli og það er búið að vera ofboðslegur kraftur í þessu og við erum að fá nóg að færum og þetta eru skemmtilegir leikir. Blikarnir eru bestir og efstir þannig það er alltaf gott að skemmtilegt að testa sig á móti þessum bestu," sagði Hemmi að lokum.


Athugasemdir
banner
banner