Matthijs De Ligt varnarmaður Manchester United átti slæman landsleikjaglugga. De Ligt viðurkenndi að hafa gert slæm mistök í 5-2 sigri gegn Bosníu.
Þrátt fyrir klaufaganginn ákvað Ronald Koeman að halda honum í byrjunarliðinu í leiknum gegn Þýskalandi í gær. De Ligt var aftur í miklu brasi og var tekinn af velli í hálfleik.
Þýska blaðið Bild gefur honum falleinkunn fyrir frammistöðu sína.
Þrátt fyrir klaufaganginn ákvað Ronald Koeman að halda honum í byrjunarliðinu í leiknum gegn Þýskalandi í gær. De Ligt var aftur í miklu brasi og var tekinn af velli í hálfleik.
Þýska blaðið Bild gefur honum falleinkunn fyrir frammistöðu sína.
„Auðvitað hefði ég helst viljað halda Matthijs de Ligt inni á vellinum. En það virðist vera eins og hann sé að ganga í gegnum kafla þar sem honum er refsað fyrir hver einustu mistök. Ég sá mig tilneyddan til að taka hann af velli," sagði Koeman eftir leik.
Leikur Hollands og Þýskalands í Amsterdam var jafn og spennandi þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla. Denzel Dumfries jafnaði metin fyrir Holland skömmu eftir leikhlé og urðu lokatölurnar 2-2.
Athugasemdir