Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Salah skoraði í hundraðasta landsleiknum
Mynd: EPA
Egypski kóngurinn Mohamed Salah spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Egyptaland í gær og skoraði eitt markanna í þægilegum 0-4 sigri gegn Botsvana.

Trezeguet, fyrrum leikmaður Aston Villa, setti tvennu í sigrinum.

Samkvæmt vefsíðu transfermarkt hefur Salah skorað 56 mörk í 100 fyrstu landsleikjunum sínum.

Hann spilaði sinn hundraðasta landsleik á sama degi og Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu. Kane er núna kominn með 68 mörk í fyrstu 100 landsleikjunum.

Salah er þó með 33 stoðsendingar í 100 leikjum á meðan Kane hefur skapað 19 mörk með beinum hætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner