Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Vissir um að standast fjárhagsreglur þrátt fyrir taprekstur
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Manchester United eru fullvissir um að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA þrátt fyrir 113,2 milljóna punda tap á nýjasta ársreikningi sínum.

Þetta er fimmta árið í röð sem félagið er rekið með tapi. Reglur leyfa 105 milljóna punda tap yfir þriggja ára tímabil.

Innan reglugerðarinnar er leyfilegt að fara yfir það viðmið í tengslum við fjárfestingu í innviðum, akademíunni og kvennastarfinu. Því telur United að félagið muni standast reglurnar.

Úrvalsdeildarliðin Everton og Nottingham Forest fengu stigafrádrátt á síðasta tímabili eftir að hafa farið yfir leyfilegt tap.

Manchester United er í Evrópudeildinni en ekki í Meistaradeildinni og það hefur mikil áhrif á sjónvarpstekjur og gerir félaginu erfiðara að standast reglur um hagnað og sjálfbærni.
Athugasemdir
banner
banner
banner