Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 11. október 2020 21:30
Magnús Már Einarsson
Eriksen: Þetta var langt hlaup
Icelandair
Eriksen í leiknum í kvöld.
Eriksen í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við komum hingað til að vinna. Við sýndum hversu góðir við erum í dag og ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport eftir 3-0 sigur gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Danir komust yfir eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en markið er þó afar umdeilt þar sem boltinn virtist ekki fara inn.

„Ég myndi segja að boltinn hafi verið inni," sagði Eriksen og hló. „Það er erfitt að segja. Þetta er eitt af þeim atvikum þar sem þú þarft að hafa marklínutækni. Heppnin var með okkur og þetta breytti taktinum í leiknum."

Eriksen skoraði annað mark Dana í byrjun síðari hálfleiks en hann slapp einn í gegn eftir að Rúnar Már Sigurjónsson átti skot sem fór í Pierre-Emile Hojberg.

„Þetta var langt hlaup. Þetta var mjög góð stoðsending hjá Hojberg, hann vill fá hana. Ég fékk langan tíma til að ákveða hvar ég ætti að skjóta eftir þetta langa hlaup og sem betur fer tók ég góða ákvörðun."

Danmörk hefur aldrei áður tapað gegn Íslandi í A-landsleik. „Ég ætla heldur ekki að gera það í framtíðinni. Við viljum vinna alla leiki í framtíðinni líka. Við viljum vinna alla leiki gegn Íslandi og gegn öllum öðrum," sagði Eriksen að lokum í viðtali við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner