Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland og San Marínó einu liðin sem ekki hafa fengið stig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðinu hefur gengið hörmulega illa í Þjóðadeildinni frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum síðan.

Ísland var í A-deild fyrir tveimur árum, í riðli með Belgíu og Sviss. Við töpuðum öllum okkar leikjum þar og enduðum með markatöluna 1:13.

Ísland féll úr A-deild en var áfram í henni eftir að ákvörðun var tekin um að fjölga liðum í henni.

Við erum núna í riðli með Belgíu, Danmörku og Englandi. Við höfum tapað fyrstu þremur leikjum okkar í riðlinum og eru með markatöluna 1:9.

Það eru aðeins tvö lið sem hafa ekki fengið stig í Þjóðadeildinni til þessa. Það eru Ísland og San Marínó. Það ber auðvitað að taka fram að Ísland hefur leikið mun erfiðari leiki þar sem San Marínó er í D-deild.

Þjóðadeildin er ekki okkar keppni að því virðist vera því Ísland hefur líka fengið á sig flest mörk allra liða frá því að hún var stofnuð 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner