Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 11. október 2020 12:41
Elvar Geir Magnússon
Smit í írska landsliðinu - Fimm ekki með gegn Wales
Núna klukkan 13 mætast Írland og Wales í Þjóðadeildinni. Fimm leikmenn hafa dottið úr írska hópnum eftir að einn ónafngreindur leikmaður greindist með Covid-19.

Fjórir leikmenn eru taldir hafa verið í það mikilli nálægð við smitaða leikmanninn að þeir hafa verið sendir í sóttkví. Það eru John Egan, Callum Robinson, Callum O’Dowda og Alan Browne samkvæmt frétt Guardian.

Í yfirlýsingu írska knattspyrnusambandsins kemur fram að leikmaður hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr skimun sem var framkvæmd á föstudag eftir að hafa greinst neikvæður síðasta mánudag.

Írland keppti við Slóvaka á fimmtudaginn en fyrir þann leik voru Aaron Connolly og Adam Idah teknir úr hópnum þar sem þeir sátu í nálægð við starfsmann írska liðsins sem greindist með veiruna í flugi til Dublin.
Athugasemdir
banner