Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. október 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM - Baráttan harðnar
Króatía mætir Slóvakíu í H-riðli
Króatía mætir Slóvakíu í H-riðli
Mynd: EPA
Átta leikir fara fram í undankeppni HM í kvöld, fyrir utan riðil Íslands, en Holland spilar við Gíbraltar á meðan Wales heimsækir Eistland.

Í E-riðli þarf Wales sigur til að eiga einhvern möguleika á að ná Belgíu sem er í efsta sæti með 16 stig. Wales er með 8 stig og mætir Eistlandi á útivelli. Hvíta-Rússland spilar við Tékkland.

Í G-riðli er mikil spenna. Holland er á toppnum með 16 stig en liðið getur færst nær HM með sigri á Gíbraltar. Noregur, sem er í öðru sæti með 14 stig, mætir Svartfjallalandi á meðan Lettland spilar við Tyrkland.

Króatía og Rússland eru bæði með 16 stig í H-riðli þegar sjö leikir eru búnir. Króatía mætir Slóvakíu á meðan Rússland spilar við Slóveníu.

Leikir dagsins:

E-riðill
18:45 Hvíta Rússland - Tékkland
18:45 Eistland - Wales

G-riðill
18:45 Lettland - Tyrkland
18:45 Holland - Gibraltar
18:45 Noregur - Svartfjallaland

H-riðill
16:00 Kýpur - Malta
18:45 Króatía - Slóvakía
18:45 Slovenia - Rússland
Athugasemdir
banner
banner