Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 11. október 2023 17:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas: Ennþá betra að vera með A-landsliðinu
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð, ég var með U21 síðast og það var frábært líka; var fyrirliði þar og við tókum þrjú mikilvæg stig. Þetta er nýtt verkefni, tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig," sagði Andri Lucas Guðjohnsen við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Andri er að snúa aftur í A-landsliðið en hann var síðast í hópnum í mars.

„Þetta er hærra tempó og level og leikmenn sem hafa spilað á háu leveli hérna í A-landsliðinu. Frábært að geta spilað með U21, en ennþá betra að vera með A-landsliðinu."

„Það var góð tilfinning að fá kallið, búið að ganga vel hjá Lyngby, ég er með sjálfstraust og að spila fullt af mínútum."


Pirrandi en auðvitað flott fyrir Stebba
Andri var aðeins spurður út í stórtap Lyngby gegn Silkeborg í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Stefán Teitur Þórðarson skoraði þrennu snemma í leiknum og kom Silkeborg í góða stöðu.

„Þetta var 'off' dagur, það er eiginlega það eina sem ég get sagt um þennan leik. Þegar maður er inni á vellinum þá breytti það engu fyrir mig hver skoraði þessi mörk, en ég talaði pínu við Stebba eftir leik og auðvitað flott fyrir hans hönd. Við Lyngby strákarnir vorum náttúrulega pirraðir eftir leik, en gaman samt að sjá að aðrir Íslendingar eru að gera vel."

Samkeppni við Orra og Alfreð
Gerir Andri sér vonir um að byrja á föstudaginn?

„Það verður eiginlega að koma í ljós. Orri og Alfreð eru búnir að standa sig vel með landsliðinu í síðasta glugga, Orri var flottur og Alfreð skoraði á móti Bosníu. Sama hvort maður byrji eða ekki, þá verður maður allavega tilbúinn að koma inn á," sagði Andri.

Í lok viðtalsins var hann spurður um sögur um ósætti milli sín og þjálfara Norrköping. Svarið má sjá í spilaranum efst.
   02.10.2023 22:24
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni

Athugasemdir
banner