Kári Árnason, spekingur á Stöð 2 Sport, telur að framherjapar Wales gæti reynst afar hættulegt gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Kieffer Moore og Brennan Johnson eru hættulegustu menn Wales fram á við.
Johnson skorar í hverjum einasta leik með Tottenham og þá hefur Moore verið mikilvægur með landsliðinu og Sheffield United.
„Ég myndi segja að Kieffer Moore og Brennan Johnson combo-ið frammi gæti reynst okkar hafsentum svolítið stór biti. Vonandi græja þeir það. Brennan Johnson er hörkuleikmaður og sýnt það upp á síðkastið. Mokað mörkum eftir að hann slökkti á samfélagsmiðlum.“
„Við vonum að Brennan hætti að loga á Laugardalsvellinum,“ skaut Kjartan Atli Kjartansson með góðu orðagríni.
Lárus Orri SIgurðsson líst ágætlega á hópinn hjá Wales, þó það sé enginn heimsklassa leikmaður í honum.
„Þetta eru þekkt nöfn en veit ekki hvort við getum sagt að það séu einhverjir heimsklassa leikmenn þarna. Enginn Bale og enginn Giggs, meira jafnara lið. Þetta eru allt saman leikmenn sem eru samt að spila á háu og góðu leveli.“
„Ef að Bellamy tekst að búa til lið úr þessum einstaklingum þá er þetta hörkulið,“ sagði Lárus Orri um lið Wales.
Athugasemdir