Heimild: Grindavík
Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson er genginn í raðir Grindavíkur. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.
Aron Dagur rifti samningi sínum við KA núna í vetur og ákvað að halda suður til Grindavíkur.
Aron Dagur rifti samningi sínum við KA núna í vetur og ákvað að halda suður til Grindavíkur.
Aron er 21 árs gamall og lék fimm leiki í marki KA í sumar. Alls lék hann átján deildarleiki með félaginu. Sumarið 2018 var hann á láni hjá Völsungi. Aron á þá að baki fimmtán unglingalandsleiki.
Félagið tilkynnir að Aron verði númer eitt og hann skrifar undir samning út tímabilið 2022.
„Það er mjög góð tilfinning að hafa skrifað undir samning hjá Grindavík. Fjölskyldan mín býr hér í Grindavík og hér er mjög flott lið sem ég hef fylgst með lengi. Grindavík er flottur klúbbur og ég er spenntur að vera kominn hingað. Mínar væntingar eru að spila í efstu deild með Grindavík að ári. Aðstaðan hér er frábær og miklu flottari en ég bjóst við," sagði Aron í viðtali sem má hlusta á hér að neðan.
✅@arondagur99 mættur í Grindavík!
— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) November 11, 2020
✍️ Gerir samning til 2⃣0⃣2⃣2⃣
👐Verður markmaður no. 1⃣
Velkominn í 240 Aron Dagur!#umfg #grindavik #lengjudeildin
💛💙 pic.twitter.com/l1NqMCGrdB
Athugasemdir