Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. nóvember 2020 06:00
Aksentije Milisic
Jota ósáttur með EA Sports
Mynd: Getty Images
Diogo Jota, leikmaður Liverpool, er mjög ósáttur með EA Sports og sú einkunn sem þeir hafa gefið honum í FIFA 21 leiknum. EA Sports uppfærði ekki tölfræðina hans á þessu tímabili.

Portúgalski landsliðmaðurinn hefur byrjað frábærlega hjá Liverpool en hann hefur skorað sjö mörk í ellefu leikjum fyrir liðið. Hann gerði þá þrennu gegn Atalanta í Meistaradeildinni.

Jota spilað frábærlega í Evrópudeildinni á síðasta tímabili en hann er ekki sáttur með að hann sé ennþá staddur í 80 í einkunn í Fifa leiknum vinsæla.

„Ég held að þeir voru hissa þegar ég fór til Liverpool. Þeir héldu að ég yrði ennþá hjá Wolves og þeim datt ekki einu sinni í hug að hækka einkunnina mína."

„Ég held sömu tölfræði og í síðasta leik. Þrátt fyrir að vera einn af markahæstu leikmönnunum í Evrópudeildinni þá ákváðu þeir að breyta ekki neinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner