Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 11. nóvember 2020 23:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramos jafnaði landsleikjamet Buffon
Sergio Ramos jafnaði í kvöld landsleikjamet Gianluigi Buffon þegar hann lék í 1-1 jafntefli Spánar gegn Hollandi.

Ítalski markvörðurinn var sá leikmaður í Evrópu sem hafði leikið flesta landsleiki eða 176 talsins.

Spænski varnarmaðurinn jafnaði þann leikjafjölda í kvöld og eru hann og Buffon nú jafnir efst á lista. Ramos lék síðustu fimm mínúturnar í kvöld.

„Sergio Ramos er einstakur. Hann er í öðrum gæðaflokki. Landsleikjametið? Það eru bara þeir sem eru gífurlega hæfileikaríkir sem eiga möguleika á því," sagði landsliðsþjálfarinn Luis Enrique um Ramos.


Athugasemdir
banner