Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. nóvember 2020 14:19
Elvar Geir Magnússon
„Þurfum að fá gömlu kallana til að skrifa undir"
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen.
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa fengið til sín miðjumanninn Pablo Punyed en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, vill styrkja sóknarleikinn fyrir næsta tímabil.

Þá vonast hann til að semja aftur við reynslumestu menn liðsins; Kára Árnason, Sölva Geir Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson.

„Við þurfum að fá gömlu kallana til að skrifa undir aftur; Kára, Sölva og Halla. Þó Halli sé reyndar ekki eins gamall og hinir," segir Arnar.

„Svo þurfum við að bæta við framlínuna. Óttar fór og óvissa er með Kwame Quee, það á eftir að skoða. Við tókum okkur góðan tíma í að finna réttu aðilana."

Víkingar eru ákveðnir í að rétta skipið við eftir vonbrigðin í sumar þar sem liðið hafnaði í tíunda sæti.

„Það hefur verið mjög gaman að fara í naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. Það er líka merkilegt hvað við fengum fá stig miðað við hvað tölfræðin sýndi, það var í raun kraftaverk hvað við fengum fá stig," segir Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Fáum hann eftir hans besta tímabil
Athugasemdir
banner