banner
   fös 11. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag fljótur að skella Garnacho aftur niður á jörðina
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Argentínska ungstirnið Alejandro Garnacho lagði upp tvö mörk þegar Manchester United vann 4-2 sigur gegn Aston Villa í gærkvöldi.

Aston Villa komst tvisvar yfir en United náði að landa flottum sigri. Garnacho lagði upp tvö síðustu mörkin í leiknum fyrir Bruno Fernandes og Scott McTominay. Það voru mörkin sem skiptu máli í leiknum, gerðu gæfumuninn.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um hugarfar hins 18 ára gamla Garnacho, það hafi ekki verið nægilega gott.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, setti hann utan hóps á undirbúningstímabilinu eftir að hann braut reglur með því að mæta seint á fundi.

Eftir leik í gær var Ten Hag fljótur að skella hinum 18 ára gamla Garnacho niður á jörðina. „Þetta veltur allt saman á hugarfari hans," sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner