Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 11. nóvember 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu og Síle að taka við Rennes
Fjölmiðlar víða um Evrópu greina frá því að Jorge Sampaoli sé að taka við franska félaginu Rennes.

Sampaoli er 64 ára gamall og á gríðarlega langan þjálfaraferil að baki, þar sem hann hefur meðal annars verið við stjórnvölinn hjá A-landsliðum Síle og Argentínu.

Sampaoli var ráðinn sem landsliðsþjálfari Síle 2012 og vann Copa América 2015. Eftir það hefur hann stýrt félagsliðum á borð við Sevilla, Marseille, Atlético Mineiro, Flamengo og Santos, auk argentínska landsliðinu.

Sampaoli tekur við Rennes af Julien Stéphan, sem var rekinn frá félaginu eftir hörmulegt gengi á upphafi nýs tímabils.

Rennes er aðeins komið með 11 stig eftir 11 umferðir í frönsku deildinni, eftir að hafa endað um miðja deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner