Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 11. nóvember 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu og Síle að taka við Rennes
Sampaoli var rekinn sem þjálfari argentínska landsliðsins eftir HM 2018 í Rússlandi.
Sampaoli var rekinn sem þjálfari argentínska landsliðsins eftir HM 2018 í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar víða um Evrópu greina frá því að Jorge Sampaoli sé að taka við franska félaginu Rennes.

Sampaoli er 64 ára gamall og á gríðarlega langan þjálfaraferil að baki, þar sem hann hefur meðal annars verið við stjórnvölinn hjá A-landsliðum Síle og Argentínu.

Sampaoli var ráðinn sem landsliðsþjálfari Síle 2012 og vann Copa América 2015. Eftir það hefur hann stýrt félagsliðum á borð við Sevilla, Marseille, Atlético Mineiro, Flamengo og Santos, auk argentínska landsliðinu.

Sampaoli tekur við Rennes af Julien Stéphan, sem var rekinn frá félaginu eftir hörmulegt gengi á upphafi nýs tímabils.

Rennes er aðeins komið með 11 stig eftir 11 umferðir í frönsku deildinni, eftir að hafa endað um miðja deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner