Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 09:10
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag horfði á gömlu lærisveinana
Mynd: Getty Images
Hollenski þjálfarinn Erik ten Hag er mættur aftur til heimalandsins eftir að hafa stýrt Manchester United í rúm tvö ár en hann hefur mætt á tvo leiki í hollensku úrvalsdeildinni síðustu vikuna.

Man Utd lét Ten Hag fara í síðasta mánuði eftir 2-1 tapið gegn West Ham og var hann kominn upp í flugvél aðeins nokkrum tímum eftir tilkynninguna.

Fótbolti er númer eitt, tvö og þrjú hjá Hollendingnum en hann er að njóta þess að vera í fríi og horfa á hollensku úrvalsdeildina.

Í síðustu viku mætti hann á Elías Má Ómarsson og félaga í NAC Breda mæta Heracles og um helgina var hann í stúkunni að horfa á gömlu lærisveina sína í Ajax spila gegn uppeldisfélagi hans, Twente.

Ágætis ró yfir Ten Hag sem er nokkuð vel settur eftir að hafa yfirgefið United. Hann gerði nýjan samning við United í sumar og þurfti félagið því að greiða honum 17 milljónir evra til að losa sig við hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner