Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel vill fá markvarðarþjálfarann frá Chelsea
Hilario.
Hilario.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er í viðræðum við Henrique Hilario um að gerast markvarðarþjálfari enska landsliðsins.

Samkvæmt Telegraph þá ætlar Chelsea ekki að standa í vegi fyrir Hilario en enska félagið er ekki hrifið af því að hann fari í hlutastarf annars staðar.

Það var talið fyrst að enska sambandið væri að hugsa um að ráða Hilario í hlutastarf þannig að hann gæti áfram verið markvarðarþjálfari hjá Chelsea, en Lundúnafélagið er ekki hrifið af þeirri hugmynd.

Hilario starfaði með Tuchel hjá Chelsea og þeir þekkjast vel, en Tuchel tekur formlega við enska landsliðinu í byrjun næsta árs.

James Melbourne hefur nú þegar yfirgefið Chelsea fyrir enska landsliðið, en hann var í greiningarvinnu hjá Lundúnafélaginu.
Athugasemdir
banner
banner