Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 11. desember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Leicester ætlar að semja við Maddison og Söyuncu
Leicester hefur hafið viðræður við James Maddison og Caglar Söyuncu um nýja samninga en Sky segir frá þessu.

Maddison og Söyuncu hafa báðir átt stóran þátt í góðu gengi Leicester á tímabilinu en liðið er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið vill verðlauna þá félaga með launahækkun og nýjum samningi.

Maddison hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu og Söyuncu við Manchester City.

Báðir leikmennirnir eiga fjögur og hálft ár eftir af samningi en Leicester vill ekki taka neina sénsa og því ætlar félagið að framlengja við þá.
Athugasemdir
banner
banner