Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. janúar 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja evrópskt félag komið í viðræður varðandi Rúnar Alex
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er mögulega á förum frá Arsenal í þessum mánuði.

Það komu fréttir varðandi það í gærmorgun að Arsenal væri tilbúið að lána Rúnar Alex ef félagið getur keypt nýjan markvörð í þessum mánuði. Rúnar Alex kom til Arsenal frá Dijon í byrjun tímabils og hefur verið varamarkvörður á eftir Bernd Leno.

Rúnar hefur spilað nokkra leiki í Evrópudeildinni sem og í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum þar sem hann átti ekki góðan dag.

Samkvæmt frétt The Athletic hafa nokkur félög í ensku Championship deildinni sem og víðar í Evrópu áhuga á að fá Rúnar Alex á reynslu út tímabilið og Arsenal vill lána hann til að hann fái meiri reynslu.

Football Insider greinir frá því að evrópskt félag sé í viðræðum um að fá Rúnar Alex. Meiri líkur eru á því að hann verði lánaður frekar en að hann verði seldur. Ekki er minnst á hvaða félag um ræðir.

David Raya, markvörður Brentford, er á óskalista Arsenal en að sögn The Sun er ólíklegt að Arsenal geti keypt hann í þessum glugga. Brentford hafnaði tíu milljón punda tilboði frá Arsenal í Raya síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner