Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef tekið mjög miklum framförum síðan Óskar og Dóri tóku við"
Damir að leiðbeina.
Damir að leiðbeina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóri og Óskar Hrafn
Dóri og Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic var, og er, algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins í fyrra. Damir spilaði alla 22 leiki liðsins og var verðlaunað fyrir gott tímabil með vali í íslenska landsliðshópinn fyrr í þessum mánuði.

Damir ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í síðasta tímabil. Var það eitt það besta á þínum ferli?

„Ég myndi segja það, örugglega það besta. Ég hef tekið mjög miklum framförum síðan Óskar [Hrafn Þorvaldsson] og Dóri [Halldór Árnason] tóku við Breiðabliki. Það er ekki ég sem hef tekið framförum heldur allur hópurinn," sagði Damir.

„Ég er miklu betri á boltanum, miklu betri að lesa leikinn og miklu betri í að leiðbeina öðrum líka. Ég er búinn að læra helling af Dóra og Óskari."

Líður þér vel hjá Breiðabliki? „Já, mér líður mjög vel í Breiðabliki og hef aldrei hugsað um að fara eitthvað annað."

Sjá einnig:
„Maður er voða lítið að spá í þessu"

Líturu á það sem hrós eða truflar það þig þegar önnur félög sýna áhuga og leggja jafnvel fram tilboð?

„Ég myndi segja að það væri hrós þegar önnur félög sýna áhuga. Það truflar mig þannig séð ekkert, það hafa komið einhver tilboð frá öðrum félögum heima en ég var ekkert rosalega mikið að spá í því. Maður hlýtur að vera standa sig vel fyrst það eru að koma tilboð frá öðrum félögum, gott að vita af áhuga frá öðrum - þá er maður að gera eitthvað rétt."

Sjá einnig:
„Væri til í að taka fyrst titil með þeim og svo geta þeir bara farið út"
„Hef ekki getað hætt að brosa síðan ég kom hingað út"
Sérstaklega glaður fyrir hönd Damirs og Viktors
Athugasemdir
banner
banner
banner