Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. janúar 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Kroos vill ljúka ferlinum hjá Real Madrid
Toni Kroos varð 32 ára á dögunum.
Toni Kroos varð 32 ára á dögunum.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Toni Kroos segir við Sky Germany að hann vilji klára ferilnn með Real Madrid.

Kroos kom á Bernabeu frá Bayern München 2014 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan, spilað 340 leiki fyrir félagið og hjálpað því að vinna fjórtán stóra titla.

„Ég þarf ekki að reyna að fela neitt, ég er með spilin á borðinu. Ég er núna á mínu áttunda tímabili hjá Real og þetta er magnað samband sem ég myndi aldrei setja í hættu," segir Kroos.

„Ég hef látið það skýrt í ljós að ég vil klára feril minn hérna og það mun gerast. Hvenær, ég get ekki svarað því núna. Hvort það verði 2023 eða einum eða tveimur árum síðar."

Bestu kaup Real Madrid á þessari öld
Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að kaupin á Toni Kroos frá Bayern München séu þau bestu hjá félaginu á þessari öld. Volke Struth, umboðsmaður Kroos, ræddi við Perez um kaupin á Kroos og sagði þau bestu kaup félagsins á þessari öld.

„Hann er ótrúlega viðkunnanleg persóna með magnaða sögu. Hann er með þessa frumkvöðlastarfsemi en er samt sem áður manneskja. Hann útskýrði líka fyrir mér af hverju kaupin á Toni Kroos eru þau bestu hjá félaginu á þessari öld," sagði Struth.

Ansi háfleyg orð hjá Perez í ljósi þess að félagið hefur keypt marga frábæra leikmenn á þessari öld. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Zinedine Zidane og Sergio Ramos svo fáein nöfn séu nefnd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner