Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. janúar 2022 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski Ofurbikarinn: Madrídingar áfram eftir framlengdan El Clasico
Benzema var á skotskónum.
Benzema var á skotskónum.
Mynd: EPA
Barcelona 2 - 3 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('25 )
1-1 Luuk de Jong ('41 )
1-2 Karim Benzema ('72 )
2-2 Ansu Fati ('83 )
2-3 Federico Valverde ('98 )

Real Madrid hafði betur gegn erkifjendum sínum í Barcelona þegar liðin áttust við í skemmtilegum leik í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins.

Þetta var kaflaskiptur leikur. Það var Real Madrid sem átti fyrsta höggið þegar Vinicius Junior skoraði. Fyrir leikhlé jafnaði Barcelona og var þar að verki hollenski sóknarmaðurinn Luuk de Jong. Staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa.

Karim Benzema átti flottan leik að venju og hann kom Madrídingum aftur í forystu á 72. mínútu, stuttu eftir að hann átti tilraun í stöngina. Hann skoraði svo eftir sendingu frá bakverðinum Dani Carvajal.

En Barcelona gafst ekki upp og þeim tókst að jafna. Varamaðurinn Ansu Fati skallaði boltann inn þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Því þurfti að framlengja og þar var það Real Madrid sem náði að pota inn sigurmarki. Miðjumaðurinn Federico Valverde skoraði eftir góða skyndisókn.

Real missti forystuna ekki frá sér í þriðja sinn og sigur þeirra staðreynd. Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var öflugur í framlengingunni.

Lokatölur 3-2 fyrir Real Madrid í þessum bráðskemmtilega leik.

Spánarmeistarar Atletico Madrid og Athletic Bilbao mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun og úrslitaleikurinn verður svo næsta sunnudagskvöld. Leikið er í Sádí-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner