Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 12. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að gera allt til að komast á Wembley - „Líður vel í líkama og sál"
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Mynd: Bolton Twitter
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson og hans menn í Bolton Wanderers eru komnir í undanúrslit Papa Johns-bikarsins og því aðeins einum leik frá því að spila á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley.

Selfyssingurinn skoraði eina mark Bolton í 1-0 sigri á Portsmouth á þriðjudag og undanúrslitasætið tryggt.

Þetta var áttunda mark hans fyrir Bolton á tímabilinu en hann var í skýjunum eftir sigurinn og vonast nú til þess að liðið fari alla leið á Wembley.

„Við kláruðum dæmið, í bili alla vega. Við erum komnir áfram í undanúrslit og viljum komast alla leið á Wembley,“ sagði Jón Daði við heimasíðu Bolton.

„Við erum nálægt því núna og viljum spila þar og gerum okkar allra besta til að komast þangað. Ég hef séð marga leiki á Wembley og þetta er mekka allra leikvanga á Englandi. Það vilja allir spila þarna. Þetta er mjög heillandi svið og ég held að allir hjá félaginu vilji spila á þessum leikvangi,“ sagði hann enn fremur.

Nær vel saman með Dion Charles

Englendingurinn Dion Charles lagði upp mark Jóns Daða í gær en þeir tveir hafa verið að spila vel saman í fremstu víglínu. Þeir skoruðu báðir í 3-0 sigrinum á Barnsley í byrjun ársins.

„Við erum að ná vel saman. Okkur líður vel og sjálfstraustið er mjög gott hjá okkur báðum. Við erum að spila góðan fótbolta í augnablikinu.“

Jón Daði hefur misst af nokkrum leikjum á tímabilinu vegna meiðsla og veikinda, en líður nú vel.

„Þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá mér þegar það kemur að meiðslum, veikindum og þess háttar, en í dag líður mér vel í líkama og sál og það var rosalega gott að skora þetta mark.“

„Þetta hefur verið svolítið svekkjandi. Ég er með háleit markmið og vil skora fleiri mörk. Þegar maður er meiddur þá er ekkert sem ég get gert í því, þannig ég vil enda tímabilið eins vel og mögulegt er. Ég er samt sem áður ánægður og vonandi helst ég heill og kemst á smá skrið.“


Bolton er í 5. sæti C-deildarinnar og í umspilssæti eins og staðan er núna en hann vill koma liðinu hærra upp töfluna.

„Ég vil koma liðinu eins hátt upp töfluna og hægt er. Ég tel okkur hafa gæðin til þess. Þetta snýst allt um samræmi og sjáum svo hvar við verðum í apríl/maí. Við þurfum öll stig sem eru í boði og stutt á milli liða í efstu sex sætunum þannig nú þurfum við stöðugleika. Nú er þessi leikur búinn og öll einbeiting fer á næsta leik í deildinni,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner