„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð," sagði Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, þegar hann ræddi um liðsfélaga sinn Jack Grealish í viðtali hjá Talksport í vikunni.
Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
„Hann tapar aldrei boltanum. Ég gríp fyrirgjöf og ef ég sé Grealish hlaupandi þá veit ég að þetta endar á skoti á markið eða að við fáum hornspyrnu."
„Hann fer framhjá tveimur eða þremur leikmönnum og ég sé bara réttfættan Messi! Þegar hann er með boltann þá er ekki hægt að ná honum af honum."

Athugasemdir