Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jón Ingason (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Mynd: Getty Images
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: ÍBV
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón er Eyjamaður sem varð fyrir mjög slæmum meiðslum á dögunum og mun því ekki leika með ÍBV í sumar. Hann er varnarmaður sem einnig hefur leikið með Grindavík á sínum ferli.

Jón á 137 leiki í deild og bikar og í þeim hefur hann skorað fjögur mörk. Hann lék á sínum tíma níu leiki með U19 ára landsliðinu. Á síðustu leiktíð skoraði Jón eitt mark í þeim nítjan leikjum sem hann tók þátt í. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Jón Ingason.

Gælunafn: Hef alltaf verið kallaður Jonni.

Aldur: 25 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti mótsleikur var á móti Þór á Hásteinsvelli 2011.

Uppáhalds drykkur: Vatn og kaffi.

Uppáhalds matsölustaður: Gott í Vestmannaeyjum.

Hvernig bíl áttu: Keyri um á VW Polo.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits.

Uppáhalds tónlistarmaður: Brekkukóngurinn Ingó Veðurguð.

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða. Svo er Brjánn Breki vinur hans helvíti góður.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, þristur og lúxus dýfa.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sergej Milinkovic-Savic með u19. Það hefur ræst ágætlega úr honum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Heimir Hallgríms.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kjartan Henry Finnbogason.

Sætasti sigurinn: Sigur á FH í undanúrslitum í bikar 2016.

Mestu vonbrigðin: Tapið í bikarúrslitum 2016.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jason Daði Svanþórsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eiður Aron er helvíti glæsilegur í hvítu treyjunni.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María Lárusdóttir.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Guðjón Ernir fær þennan heiður.

Uppáhalds staður á Íslandi: Herjólfsdalurinn fyrstu helgina í ágúst.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í leik með Grindavík á móti mínum mönnum í ÍBV sumarið 2017. Ég hafði nýlega gengið í raðir Grindavíkur frá ÍBV fyrr um sumarið og létt stress fyrir þessum leik. Rétt áður en dómarinn flautaði leikinn í gang öskraði Eyjamaðurinn ég hátt og skýrt ‘’Koma svo hvítir’’ áður en ég áttaði mig á því að ég væri í gulu treyjunni en ekki hvítu.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Var frekar hjátrúafullur á yngri árum en í dag er það bara góð rútína á leikdegi.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Reyni að fylgjast með NFL, golfinu og handboltanum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Eðlisfræðin í menntaskóla var frekar þurr.

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það sé ekki þegar ég gerði heiðarlega tilraun til að rota dómarann inn í Reykjaneshöllinni hérna um árið. Fékk boltann á miðjum vellinum og sá að markmaðurinn var frekar framarlega þannig ég hlóð í skotið og smellti boltanum óvart í hnakkann á dómaranum sem steinlá í kjölfarið. Slapp reyndar við spjald enda óviljaverk en samt sem áður mjög neyðarlegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Eiður Aron, Gary Martin og Óskar Zoega. Gary myndi sjá um banter og almennan fíflaskap, Eiður sér um að halda Gary á jörðinni á meðan Zoega sér um að koma okkur aftur heim.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Aldrei fengið rautt spjald í leik á Íslandi. Hef samt eflaust átt það skilið nokkrum sinnum og styttist örugglega í það fyrst ég nefni þetta hérna.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Drengurinn frá Darlington, Gary John Martin, kemur manni á óvart á hverjum degi.

Hverju laugstu síðast:

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa í keppni eða spili.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Paul McCartney hvort hann væri ekki til í að taka nokkur lög á stóra sviðinu á Þjóðhátíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner