Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2021 09:00
Victor Pálsson
Noble gefur í skyn að hann sé að hætta
Mynd: Getty Images
Mark Noble hefur gefið í skyn að hann sé að fara leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu lýkur.

Noble lék með West Ham gegn Manchester United í bikarnum í vikunni en liðið féll úr leik eftir 1-0 tap á Old Trafford.

Noble gaf það út í samtali við heimasíðu West Ham að þetta hafi mögulega verið í síðasta sinn sem hann spilar á vellinum.

„Ég verð 34 ára gamall í maí. Ég á ekki mikið eftir og ég mun njóta hverrar mínútu," sagði Noble.

„Að spila hér á Old Trafford í kannski síðasta skiptið því hvort ég spili hér á næsta ári vitum við ekki.."

„Ég er bara vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmanna West Ham og strákarnir líka því þetta var góður fótboltaleikur. Við gáfum allt í verkefnið og áttum ekkert inni."

Noble hefur leikið með West Ham frá árinu 2004 og hefur spilað 452 deildarleiki á þessum 17 árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner