„Alltaf gaman að spila á móti KR, það eru yfirleitt skemmtilegustu leikirnir. Það var kannski ekki mikið boðið upp á fallegan fótbolta en það voru mörg skemmtileg návígi og það var tekist á eins og það á að vera," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir sigur gegn KR í Lengjubikarnum í dag.
Kiddi skoraði fyrra mark leiksins eftir sendingu frá Adam Ægi Pálssyni í hraðri sókn. „Alltaf gaman að skora," sagði Kiddi um markið sitt, fleiri voru þau orð ekki.
Kiddi skoraði fyrra mark leiksins eftir sendingu frá Adam Ægi Pálssyni í hraðri sókn. „Alltaf gaman að skora," sagði Kiddi um markið sitt, fleiri voru þau orð ekki.
Sigurður Egill Lárusson skoraði seinna mark Vals eftir óbeina aukaspyrnu inná vítateig KR.
„Við höfum reyndar ekki mikið verið að æfa óbeinar aukaspyrnur. Það er gefið að Siggi taki skot úr þessu þar sem hann er með hörkulöpp."
Kiddi og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddu málin talsvert eftir að Valsarinn fékk aukaspyrnu við varamannabekk KR. Kiddi virtist ekkert alltof kátur en eftir um hálfa mínútu tókust þeir í hendur og einbeitingin aftur á leikinn.
„Rúnar henti í einhvern léttan brandara þarna, ég held að ég hafi svarað með öðrum brandara og svo bara spaði. Allir léttir, eins og það á að vera. Það er gaman að takast á, Rúnar er keppnismaður, ég er keppnismaður. Ég vildi fá aukaspyrnu, hann vildi ekki fá aukaspyrnu. Svona er leikurinn," sagði Kiddi.
Í kjölfarið ræddi hann um skiptin í Val, síðasta tímabil hjá FH og samtal við Aron Jóhannsson.
Athugasemdir