Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 13:41
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sextán mörk í þremur leikjum
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Norwich City
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ensku Championship deildinni og var mikil skemmtun í boði þar sem sextán mörk litu dagsins ljós.

Það var mest skorað í viðureign Derby County gegn Coventry City. Staðan var jöfn 2-2 í leikhlé eftir að liðin höfðu skipst á að skora.

Heimamenn í liði Derby tóku svo forystuna í síðari hálfleik en þá skiptu gestirnir frá Coventry um gír og gerðu út um viðureignina. Leikmenn skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín og urðu lokatölur 5-3 fyrir Coventry.

Derby er án stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar á meðan Coventry er með fjögur stig.

Nýliðar Wrexham AFC tóku þá á móti West Bromwich Albion og töpuðu heimaleiknum. Isaac Price gerði gæfumuninn þar sem hann skoraði tvennu fyrir West Brom.

Nýliðarnir eru stigalausir en West Brom er með fullt hús eftir tvær umferðir.

Að lokum hafði Norwich betur í Portsmouth þar sem Josh Sargent gerði sigurmarkið. Sargent hefur verið eftirsóttur í sumar en Norwich vill ekki selja stjörnuleikmanninn sinn.

Bæði Norwich og Portsmouth eiga þrjú stig eftir þessa viðureign.

Derby County 3 - 5 Coventry
0-1 Bobby Thomas ('7 )
1-1 Callum Elder ('12 )
1-2 Haji Wright ('25 , víti)
2-2 Carlton Morris ('45 , víti)
3-2 Ebou Adams ('50 )
3-3 Brandon Thomas-Asante ('72 )
3-4 Ephron Mason-Clark ('75 )
3-5 Victor Torp ('79 )

Wrexham 2 - 3 West Brom
0-1 Isaac Price ('20 )
1-1 Lewis O'Brien ('42 )
1-2 Jed Wallace ('74 )
1-3 Isaac Price ('81 )
2-3 Toby Samuel Smith ('90 )

Portsmouth 1 - 2 Norwich
0-1 Harry Darling ('6 )
0-2 Josh Sargent ('14 )
0-2 Colby Bishop ('80 , Misnotað víti)
1-2 Adrian Segecic ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner