
Hutchinson og Ian Maatsen mættust á EM U21 landsliða í sumar. Hutchinson lék mikilvægt hlutverk er England stóð uppi sem sigurvegari á mótinu.
Nottingham Forest er búið að staðfesta kaup á Omari Hutchinson sem kemur til félagsins úr röðum Ipswich Town.
Talið er að Forest greiði 37,5 milljónir punda fyrir þennan fjölhæfa sóknarleikmann. Hutchinson er sóknartengiliður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum.
Það voru nokkur úrvalsdeildarfélög sem höfðu áhuga á Hutchinson í sumar en Forest vann kapphlaupið og er að ganga frá kaupum á nokkrum leikmönnum til viðbótar á næstu dögum.
Hann gerir fimm ára samning við Forest eftir að hafa verið einn af allra bestu leikmönnum Ipswich síðastliðin tvö ár.
Nuno Espírito Santo þjálfari vonast til að Hutchinson geti fyllt í skarðið sem Anthony Elanga skilur eftir með félagaskiptum sínum til Newcastle.
16.08.2025 10:00
Forest að ganga frá kaupum á þremur leikmönnum
Our newest Red is here... ? pic.twitter.com/OuLOMpwB1S
— Nottingham Forest (@NFFC) August 16, 2025
Athugasemdir