Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 14:40
Brynjar Ingi Erluson
Framlengir við Barcelona til 2030 (Staðfest)
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde hefur framlengt samning sinn við Barcelona til 2030.

Kounde, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 141 leik og skorað 7 mörk fyrir Barcelona.

Barcelona keypti Kounde frá Sevilla fyrir 55 milljónir evra fyrir þremur árum og hefur hann spilað lykilhlutverk, sem miðvörður og í hægri bakverði.

Varnarmaðurinn kann vel við sig hjá Börsungum og nú staðfest það með því að gera nýjan fimm ára samning.

Kounde hefur unnið fimm titla á tíma sínum hjá Barcelona og er þá fastamaður í franska landsliðshópnum.


Athugasemdir
banner