Franski varnarmaðurinn Jules Kounde hefur framlengt samning sinn við Barcelona til 2030.
Kounde, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 141 leik og skorað 7 mörk fyrir Barcelona.
Barcelona keypti Kounde frá Sevilla fyrir 55 milljónir evra fyrir þremur árum og hefur hann spilað lykilhlutverk, sem miðvörður og í hægri bakverði.
Varnarmaðurinn kann vel við sig hjá Börsungum og nú staðfest það með því að gera nýjan fimm ára samning.
Kounde hefur unnið fimm titla á tíma sínum hjá Barcelona og er þá fastamaður í franska landsliðshópnum.
Jules Kounde and FC Barcelona extend contract to 2030
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 15, 2025
Athugasemdir