Miðjumaðurinn Jacob Ramsey var ekki í hóp hjá Aston Villa í markalausu jafntefli gegn Newcastle United í dag. Það er vegna þess að hann er að ljúka við félagaskipti til Newcastle.
Eddie Howe þjálfari Newcastle staðfesti þetta eftir jafnteflið í dag. Newcastle er að borga um 43 milljónir punda til að kaupa hann í sínar raðir eftir 167 leiki á fimm árum hjá Aston Villa.
16.08.2025 13:24
England: Markalaust á Villa Park - Konsa sá rautt
„Við erum að nálgast félagaskiptin en ég veit ekki nákvæmlega hvar við erum staddir í viðræðunum," svaraði Howe þegar hann var spurður út í Ramsey eftir jafnteflið.
„Hann mun bæta breiddina á miðjusvæðinu hjá okkur eftir að við misstum Sean (Longstaff) og Joe (Willock). Við erum að fá framúrskarandi leikmann til liðs við okkur."
Ramsey er 24 ára gamall og var lykilmaður í U21 landsliði Englendinga en hefur ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu.
14.08.2025 14:11
Newcastle búið að semja um kaup á Ramsey
Athugasemdir