Unai Emery þjálfari Aston Villa var sáttur að sleppa með stig eftir heimaleik gegn Newcastle United í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili.
Aston Villa átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi í leiknum og lenti manni undir þegar Ezri Konsa fékk beint rautt spjald á 66. mínútu fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Það kom þó ekki að sök því lokatölur urðu 0-0.
„Ég er ekki ánægður með að fá eitt stig á heimavelli en þegar allt kemur til alls þá náðum við í stig gegn sterkum andstæðingum eins og Newcastle. Þeir sköpuðu sér alltof mikið í fyrri hálfleik en við vorum betri í seinni hálfleiknum allt þar til við fengum rautt spjald. Strákarnir brugðust mjög vel við og gerðu vel að halda hreinu. Jafntefli eru meira eða minna sanngjörn úrslit," sagði Emery
„Þetta var erfiður leikur en við brugðumst vel við erfiðum aðstæðum eftir rauða spjaldið."
Emery hrósaði að lokum nýjum markverði félagsins Marco Bizot sem hélt hreinu. „Hann var stórkostlegur. Hann gerði mjög vel í dag, þessi frammistaða hjálpar bæði sjálfstraustinu hans og hjá liðsfélögunum."
16.08.2025 13:58
Howe: Við vorum stórkostlegir
Athugasemdir