Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 12. febrúar 2024 12:09
Elvar Geir Magnússon
Grindvíkingar gætu spilað í Safamýri í sumar
Lengjudeildin
Frá vellinum í Safamýri.
Frá vellinum í Safamýri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar eru í viðræðum við Víking um möguleika á því að spila heimaleiki sína í Lengjudeildinni í sumar á gervigrasvellinum í Safamýri. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Völlurinn var heimavöllur Fram á meðan verið var að byggja aðstöðuna í Úlfarsárdal og síðan léku Kórdrengir heimaleiki sína þar. Svæðið er nú komið í hendur Víkings.

Mikil óvissa er með stöðuna í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og bærinn var rýmdur. Því skoðar Grindavík möguleika á að spila á höfuðborgarsvæðinu.

Greint var frá því í síðasta mánuði að KSÍ hefði boðið félaginu að spila á Laugardalsvelli og Haukur Guðberg Einarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði þá að það yrði líklega lendingin.

Það er hinsvegar erfitt að skapa heimavallarstemningu á stórum Laugardalsvellinum og því eru Grindvíkingar að skoða möguleika á því að spila í Safamýri.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og formannsefnin fara yfir stóru málin
Athugasemdir
banner