Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mán 12. febrúar 2024 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Gótta lagði ÍR
Lilja Lív
Lilja Lív
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

ÍR 0 - 2 Grótta
0-1 Lilja Lív Margrétardóttir ('63 )
0-2 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('83 )


ÍR og Grótta mættust í B deild Lengjubikars kvenna í kvöld en Grótta hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en ÍR stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild.

Staðan var markalaus í hálfleik en Lilja Lív Margrétardóttir kom Gróttu yfir eftir rúmlega klukkutíma leik.

Díana Ásta Guðmundsdóttir innsiglaði sigur Gróttu með marki undir lok leiksins.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í mótinu en Grótta fer á toppinn upp fyrir Grindavík sem lagði Fram í fyrsta leik mótsins í gær.


Athugasemdir
banner
banner