Það fóru sjö leikir fram í Championship deildinni í kvöld þar sem toppbaráttuliðin sem komu við sögu fóru öll með sigra af hólmi.
Sheffield United er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Leeds, eftir verðskuldaðan sigur gegn Middlesbrough, þar sem Ben Brereton Díaz kom inn af bekknum og skoraði mark.
Lokatölur urðu 3-1 og er Middlesbrough þremur stigum frá umspilssæti eftir þriðja tapleikinn í röð í deildinni.
Burnley er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Sheffield, eftir sigur gegn Hull City þar sem Bashir Humphreys og Zian Flemming skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Hull er í fallsæti.
Sunderland kemur svo í fjórða sæti, tveimur stigum eftir Burnley, eftir þægilegan sigur gegn botnliði Luton. Luton er á góðri leið með að falla niður um tvær deildir í röð þar sem liðið situr í fallsæti sem stendur.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Plymouth sem hefur verið að gera frábæra hluti eftir að Miron Muslic tók við stjórn á liðinu.
Plymouth rúllaði yfir Millwall og vann 5-1 sigur en þetta er annar sigur liðsins í röð í deildinni, eftir að hafa slegið Liverpool úr leik í bikarnum. Plymouth er áfram í fallsæti, en aðeins einu stigi frá öruggu sæti.
Sheffield Wednesday lagði þá Swansea að velli í Wales á meðan Blackburn Rovers hafði betur gegn West Brom í umspilsbaráttunni. John Eustace stýrði Blackburn í kvöld þrátt fyrir að vera að taka við Derby County, sem er í fallbaráttunni.
Bristol City sigraði að lokum gegn Stoke.
Bristol City 2 - 0 Stoke City
1-0 Anis Mehmeti ('11 )
2-0 Anis Mehmeti ('73 )
Plymouth 5 - 1 Millwall
1-0 Joe Bryan ('6 , sjálfsmark)
2-0 Ryan Hardie ('10 , víti)
3-0 Mustapha Bundu ('53 )
4-0 Ryan Hardie ('56 )
4-1 Joe Bryan ('80 )
5-1 Nikola Katic ('86 )
Swansea 0 - 1 Sheffield Wed
0-1 Michael Smith ('66 )
Burnley 2 - 0 Hull City
1-0 Bashir Humphreys ('3 )
2-0 Zian Flemming ('21 )
Sheffield Utd 3 - 1 Middlesbrough
1-0 Jesuran Rak-Sakyi ('32 )
1-1 Delano Burgzorg ('45 , víti)
2-1 Ben Brereton Diaz ('75 )
3-1 Anel Ahmedhodzic ('87 )
Sunderland 2 - 0 Luton
1-0 Enzo Le Fee ('13 )
2-0 Wilson Isidor ('58 )
West Brom 0 - 2 Blackburn
0-1 Makhtar Gueye ('47 )
0-2 Makhtar Gueye ('63 )
Athugasemdir