Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
banner
   mið 12. febrúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði stórkostlegt mark í gær - „Gerði ráð fyrir því að boltinn færi í einhvern"
Mynd: EPA
Weston McKennie, miðjumaður Juventus, kom liðinu yfir í 2-1 sigri liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni í gær.

Markið var af dýrari gerðinni. PSV var í stökustu vandræðum með að koma boltanum úr teignum en boltinn barst til McKennie við vítateigs línuna.

Hann lét vaða með föstu skoti og boltinn hafnaði í netinu.

„Ég var rólegur því ég skoraði fullt af mörkum á æfingu í vikunni svo ég var með sjálfstraust. Þetta var smá heppni því ég bjóst við því að boltinn færi í einhvern inn á teignum," sagði McKennie.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner