Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 12. mars 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ívar Ingimars og Hemmi Hreiðars snéru aftur til Brentford
Það var létt yfir Ívari og Hermanni á Griffin Park
Það var létt yfir Ívari og Hermanni á Griffin Park
Mynd: Brentford
Fyrrum landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Hermann Hreiðarsson snéru aftur til síns gamla liðs, Brentford í gær þegar liðið mætti Huddersfield í Championship deildinni en tekið var viðtal við þá á Griffin Park, heimavelli Brentford í hálfleik.

Hermann Hreiðarsson spilaði eitt tímabil hjá Brentford, tímabilið 1998 til 1999 og spilaði hann 41 leik og skoraði í þeim 6 mörk.

Brentford var þá í D-deildinni í Englandi en liðið fór á kostum og sigraði deildina og komst upp í C-deildina. Eftir tímabilið var Hermann keyptur til Wimbledon á 2,5 milljón punda og var það félagsmet hjá Brentford allt til ársins 2014.

„Ég elskaði tímann minn hér. Við unnum titil þetta ár, unnum deildina. Þetta var ungt og hungarð lið og við vildum vinna þennan titil," sagði Hermann í viðtali á heimasíðu Brentford.

Ívar Ingimarsson tók við af Hermanni hjá Brentford og kom hann til liðsins árið 1999 eftir að hafa verið á láni hjá Torquay United.

Ívar spilaði í þrjú tímabil hjá Brentford og var liðið nálægt því að komast upp um deild á hans síðasta tímabili en þá tapaði Brentford í umspili. Ívar gekk til liðs við Wolves og var þar í eitt tímabil áður en hann sló í gegn hjá Reading og var fyrirliði liðsins.

„Ég algjörlega elskaði tímann minn hér. Ég kom beint frá Íslandi sem áhugamaður og fá tækifærði til að spila hjá Brentford var frábært. Þessi maður hér [Hermann] átti auðvitað stóran þátt í því að ég fengi mitt fyrsta tækifæri," sagði Ívar.

Viðtalið má finna í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner