Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 12. mars 2023 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Spái því að þeir slíðri sverðin og geri þetta fyrir Ísland“
Icelandair
Albert í landsleik á Laugardalsvelli.
Albert í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson var í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
Ingólfur Sigurðsson var í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort Albert Guðmundsson verði í íslenska landsliðshópnum sem opinberaður verður á miðvikudaginn.

Albert er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar fyrir Genoa í ítölsku B-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð. Hann hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins þar sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var ósáttur við hugarfar hans.

Albert, sem er 25 ára, hefur spilað 33 landsleiki og skorað tvö mörk í mótsleikjum fyrir Ísland.

„Hurðin er alltaf opin hjá mér að taka samtalið við Albert. Ef það kemur ekki frá honum þá kemur einhvern tímann að því að ég taki upp símann," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net í janúar er hann var spurður út í Albert.

Frændi hans og nafni, Albert Brynjar Ingason, sagði í Dr. Football nýlega að það væri ekki möguleiki á því að Albert myndi að fyrra bragði hafa samband við Arnar.

„Mér finnst það sérstök afstaða, þegar það er búið að sparka þér úr einhverjum hóp að þú viljir ekki sýna þann metnað að koma til baka og taka upp tólið," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Ef það er rétt þá segir það manni að Alberti finnist hann ekki hafa gert neitt af sér og þurfi ekki að biðjast afsökunar á einu né neinu," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það má lesa í það þannig," segir Tómas. „Arnar þarf alla sína fótboltakalla til að komast á EM og Albert er klárlega einn af 23 bestu sem við eigum. Um að gera að tjekka hvort hann sé tilbúinn í þetta, ef það símtal fer illa er hann utan hóps og ef það fer vel þá er hann innan hóps."

Verður Albert í hópnum eða ekki?
Ingólfur Sigurðsson spáir því að Albert verði í hópnum á miðvikudaginn.

„Ég ætla að spá í því að þeir muni slíðra sverðin og gera þetta fyrir Ísland. Það muni leggja grunninn að þessum glæsilega glugga sem framundan er þar sem við fáum fjögur stig," segir Ingólfur í útvarpsþættinum. „Albert er með þessa hæfileika að geta brotið upp leiki, það er dýrmætur eiginleiki."

Elvar heldur að Albert verði ekki í hópnum á miðvikudaginn. „Ég held að maður væri búinn að heyra af því ef það væri búið að grafa stríðsöxina," segir Elvar.

Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.ent setti nýlega saman mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Bosníu en þar reiknaði hann ekki með Alberti í hópnum. Ísland mætir Bosníu 23. mars í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.

Mögulegt byrjunarlið gegn Bosníu:

Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner