Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mið 12. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Georg Guðjohnsen í Hamar (Staðfest)
Mynd: Hamar
Georg Ethan Guðjohnsen Mitchell er genginn til liðs við Hamar sem leikur í 4. deild næsta sumar.

Georg er 21 árs gamall en hann lék með KFK síðasta sumar í 3. deild. Georg lék með HK og Breiðablik í yngri flokkum en hann hefur einnig leikið á Englandi og Spáni.

Þóra Kristín Guðjohnsen er móðir Georgs og faðir hans er Andrew T. Mitchell. Þóra Kristín er systir Arnórs Guðjohnsen, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns.

Hann er sóknarmaður en hann lék átta leiki með KFK sem hafnaði í 9. sæti 3. deildar síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner