Aston Villa er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir öruggan sigur á Club Brugge í kvöld.
Villa var manni fleiri eftir að Kyriani Sabbe fékk rautt spjald eftir rúmlega stundafjórðung. Það var hins vegar ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið kláraði einvígið endanlega þegar Marco Asensio kom inn á og skoraði tvennu.
Villa var manni fleiri eftir að Kyriani Sabbe fékk rautt spjald eftir rúmlega stundafjórðung. Það var hins vegar ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið kláraði einvígið endanlega þegar Marco Asensio kom inn á og skoraði tvennu.
John McGinn, fyrirliði Aston Villa, var að vonum í skýjunum eftir leikinn.
„Þetta er klikkað, mörg ár af mikilli vinnu. Þeir eru með gott lið, þeir voru betri meira segja með tíu leikmenn. Við vorum heppnir að vera með Marco (Asensio) á bekknum. Seinni hálfleikurinn var frábær," sagði McGinn.
„Við eigum möguleika á að komast á Wembley í enska bikarnum. Við viljum komast aftur hingað og njóta þessara kvölda á næsta tímabili. Við erum að gefa stuðningsmönnum upplifun sem þeir muna að eilífu. Við viljum skrifa nöfnin okkar í sögubækurnar og gera þessi kvöld tíðari."
Athugasemdir