Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk segir það lygi að hann sé nálægt samkomulagi
Virgil van Dijk og Alisson hressir og kátir.
Virgil van Dijk og Alisson hressir og kátir.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool var spurður út í framtíð sína eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í Meistaradeildinni í gær. Hann segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé nálægt samkomulagi við Liverpool um nýjan samning.

„Hvar ég mun spila á næsta tímabili? Ég hef ekki hugmynd. Það er hreinlega þannig, ég veit ekkert. Ég held áfram að segja það sama, það eru tíu leikir eftir á tímabilinu og einbeiting mín er á þá. Ef það koma fréttir þá munið þið fá að vita það. Ég veit ekki neitt sjálfur," segir Van Dijk.

„Það hafa verið einhverjar samræður bak við tjöldin en þá er það upptalið. Ég veit ekki hvað gerist á næsta tímabili. Ef einhverjir þykjast vita hvað gerist þá eru þeir að ljúga."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner