Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 12. apríl 2021 17:55
Brynjar Ingi Erluson
VAR dæmdi löglegt mark af WBA
VAR-tæknin eins og svo oft áður er í sviðsljósinu í kvöld en mark Mbaye Diagne gegn Southampton var dæmt af vegna rangstöðu og það á afar undarlegan hátt.

Diagne skoraði á fimmtu mínútu leiksins af stuttu færi en heppnin virðist ekki elta leikmanninn.

Hann hefur aðeins skorað tvö mörk í tíu deildarleikjum með WBA en í kvöld virðist VAR hafa svikið hann. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en þegar atvikið er skorað virðist hann alls ekki vera rangstæður.

Kyle Bartley stóð við hlið Diagne og var því VAR-tæknin ekki með rétt sjónarhorn á línuna sem Diagne stóð í. Því var línan merkt við Bartley sem var rangstæður en Jannik Vestergaard virðist þó spila Diagne réttstæðan. Dæmi nú hver fyrir sig.

Þetta hafði þó ekki mikil áhrif á WBA sem er 2-0 yfir en VAR-tæknin að klikka enn og aftur.


Athugasemdir
banner
banner