Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. apríl 2022 12:29
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Sjáðu geggjaða auglýsingu Bestu deildarinnar - „Ertu eitthvað heyrnaveikur?"
Rúnar Kristinsson, Theodór Elmar og Pálmi Rafn koma fyrir í auglýsingunni
Rúnar Kristinsson, Theodór Elmar og Pálmi Rafn koma fyrir í auglýsingunni
Mynd: Úr auglýsingunni
Auglýsing fyrir Bestu-deildina var frumsýnd á kynningarfundi deildarinnar í hádeginu í dag en leikmenn og þjálfarar deildarinnar fara þar með stórleik.

Leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og fréttamenn koma fyrir í auglýsingunni og má meðal annars sjá Óskar Örn Hauksson, leikmann Stjörnunnar, koma fyrir á hvítum hesti.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, skrifaði bæði handritið og leikstýrði auglýsingunni.

„Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil," segir Hannes á Vísi.

„Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hest," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner