Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Júlli Magg fótbrotinn - Óvíst hversu lengi hann verður frá
Mynd: IF Elfsborg
Það er ljóst að Júlíus Magnússon miðjumaður sænska liðsins Elfsborg verður fjarverandi næstu vikurnar eftir að hafa fótbrotnað um síðustu helgi gegn Malmö.

Það er ekki vitað nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.

Hann fékk högg í fyrri hálfleiknum og eftir myndatöku kom í ljós að sköflungurinn væri brotinn. Hann var hins vegar ekki tekinn af velli fyrr en eftir um klukkutíma leik.

Liðið tapaði 2-1 en Arnór Sigurðsson skoraði sigurmarkið en það var fyrsta mark hans fyrir Malmö. Elfsborg lagði Norrköping 2-0 í fjarveru Júlíusar í dag. Ari Sigurpálsson var í byrjunarliðinu hjá Elfsborg, Arnór Ingvi Traustason í byrjunarliði Norrköping og Ísak Andri Sigurgeirsosn kom inn á sem varamaður. Jónatan Guðni Arnarsson sat allan tímann á bekknum.

Júlíus gekk til liðs við Elfsborg frá Fredrikstad í vetur.
Athugasemdir
banner
banner