Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester að kaupa Soumare - Milan vill Tomori frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Það er ýmislegt í gangi á leikmannamarkaðinum þessa dagana þar sem félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

Leicester hefur stimplað sig inn sem eitt af betri liðum ensku úrvalsdeildarinnar og mun styrkja hópinn sinn með 22 ára miðjumanni úr franska boltanum.

Sá heitir Boubakary Soumaré og kemur til Leicester frá Lille. Soumaré er öflugur varnartengiliður sem á 92 leiki að baki fyrir meistaraflokk Lille, auk þess að eiga 46 leiki fyrir yngri landslið Frakka. Hann er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Leicester en félögin eiga eftir að komast að kaupverði, sem er talið nema um 30 milljónum evra.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og bætir því við að AC Milan ætli sér að kaupa Fikayo Tomori í sumar, nái félagið Meistaradeildarsæti. Tomori hefur verið frábær frá komu sinni til Milan og er falur fyrir 28,5 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner