mið 12. maí 2021 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Levante: Ekki skrýtið að okkur var ekki boðið í Ofurdeildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Levante hefur átt þokkalegt tímabil og er með 40 stig eftir 30 umferðir í La Liga.

Þrátt fyrir að vera ekki í neinni baráttu um sæti hefur Levante gengið furðu vel gegn toppliðum deildarinnar á tímabilinu.

Levante er búið að ná í átta stig úr sex leikjum gegn toppliðunum þremur á tímabilinu og hafa þessi stig haft gífurleg áhrif á titilbaráttuna.

Fyrsti sigur Levante gegn stórliði var í lok janúar þegar liðið hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu. Næst átti Levante tvo leiki við topplið Atletico Madrid á þremur dögum.

Á þessum tímapunkti var Atletico með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar en Levante gerði fyrst jafntefli við Atletico og vann svo útileikinn nokkrum dögum síðar.

Þetta galopnaði spænsku titilbaráttuna þar sem Atletico missti ellefu stiga forystu niður í sex stig.

Núna á dögunum gerði Levante svo jafntefli við Barcelona og kom þannig í veg fyrir að lærisveinar Ronald Koeman tækju toppsætið af Atletico.

Sá sem stýrir Twitter síðu Levante tók eftir þessari tölfræði og birti hana með skemmtilegum texta: „Það er ekki skrýtið að okkur var ekki boðið með í Ofurdeildina ;P"



2020-10-04: Levante 0-2 Real Madrid

2020-12-13: Barcelona 1-0 Levante

2021-01-30: Real Madrid 1-2 Levante

2021-02-17: Levante 1-1 Atlético Madrid

2021-02-20: Atlético Madrid 0-2 Levante

2021-05-11: Levante 3-3 Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner